Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. mars 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þarft að vinna gegn Fenerbahce, stuðningsmönnum og dómurum"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það hefur skapast mikil umræða um tyrkneska dómara undanfarið en Galatasaray og Fenerbahce áttust við í vikunni þar sem slóvenskur dómari dæmdi leikinn.

Galatasaray og Fenerbahce fóru bæði fram á það að erlendur dómari myndi dæma eftir leikmenn Adana Demirspor gengu af velli þegar víti var dæmt á liðið í leik gegn Galatasaray í síðasta mánuði.

Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce var dæmdur í bann fyrir rasisma í garð leikmanna Galatasaray og fékk sekt fyrir ummæli í garð trykneskra dómara.

Ryan Babel fyrrum leikmaður í tyrknesku deildinni var mjög opinn um dómara í deildinni í viðtali í hlaðvarpsþætti John Obi Mikel.

„Það er svo mikið í gangi þarna að maður hugsar: Hvað er að gerast? Það gerir þetta svo áhugavert," sagði Babel.

„Segjum sem svo að maður er að fara til Fenerbahce sem leikmaður Besiktas eða hvaða liði sem er. Þú veist að þú þarft að vinna gegn Fenerbahce, stuðningsmönnum og dómurum. Svona er þetta bara, þú veist að þetta verður erfitt," sagði Babel.

„Þú þarft að vera miklu betri til að vinna annars munu dómararnir, þú veist." sagði Babel brosandi. „Þegar ég var hjá Galatasaray unnum við leiki þar sem við vissum að við vorum heppnir. Dómarinn hjálpaði mér mikið," sagði Babel að lokum.

Babel lék með Besiktas, Galatasaray, Kasimpasa og Eyupspor í Tyrklandi en er þekktastur fyrir tímann sinn hjá Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner