Ruben Amorim, stjóri Man Utd, hefur gríðarlega mikla trú á Leny Yoro, miðverði liðsins. Yoro gekk til liðs við Man Utd frá Lille í sumar en missti af byrjun tímabilsins vegna meiðsla.
Hann spilaði sinn fyrsta leik gegn Arsenal í byrjun desember og hefur leikið sautján leiki síðan þá.
Hann spilaði sinn fyrsta leik gegn Arsenal í byrjun desember og hefur leikið sautján leiki síðan þá.
Yoro var ekki með United gegn Tottenham um miðjan febrúar en vann sér sæti í byrjunarliðinu í sigrinum gegn Ipswich í síðustu umferð.
„Hann er að leggja mjög hart að sér. Hann er að byggja upp vöðvamassa, allir þessir litlu hlutir sem maður sér ekki. Ég tel að hann verði topp, topp leikmaður og mun eiga frábæran feril hér í Manchester," sagði Amorim.
„Hann veit að hann þarf að sanna sig í hverjum einasta leik svo hann mun vera klár í næsta leik."
Athugasemdir