Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 01. maí 2023 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Hrafn Guðmundsson (Afturelding)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við hlið mest óþolandi leikmannsins.
Við hlið mest óþolandi leikmannsins.
Mynd: Raggi Óla
Tveir sem hafa komið hvað mest á óvart.
Tveir sem hafa komið hvað mest á óvart.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Langar heim.
Langar heim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einfaldlega ruglaður
Einfaldlega ruglaður
Mynd: Raggi Óla
Sá efnilegasti.
Sá efnilegasti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrafn er sóknarmaður sem uppalinn er hjá Aftureldingu og tók sitt fyrsta heila tímabil í meistaraflokki í fyrra. Hann kom þá við sögu í sautján leikjum í deild og bikar og skoraði tvö mörk.

Hann er unglingalandsliðsmaður sem á að baki tíu leiki fyrir yngri landsliðin og hefur í þeim skorað eitt mark. Hann var hluti af U17 landsliðinu sem fór í milliriðla fyrir EM í lok mars. Freiburg í Þýskalandi hefur fylgst með þróun Hrafns og hefur hann farið til félagsins á reynslu. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 6. sæti

Fullt nafn: Hrafn Guðmundsson

Gælunafn: Hrabbsi- Hralli

Aldur: 17

Hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 15 ára

Uppáhalds drykkur: Hvítur monster eða pepsi max

Uppáhalds matsölustaður: Serrano og grillmarkaðurinn

Hvernig bíl áttu: nissan leaf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Blacklist

Uppáhalds tónlistarmaður: Yeat

Uppáhalds hlaðvarp: Dr.football

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliða og Gillz. Þú kannski veist það ekki en hann er algjör húmoristi

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Klukkan hvað er æfing hjá þer í fyrramálið.. frá mömmu

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KA hefur alltaf farið í taugarnar minar þannig segi þá

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Eiður Aron var helvíti góður

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: maggi ball og Þorgeir leó mjög efnilegur líka og toppmaður.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Guðjón Pétur Lýðsson, hann er alltaf röflandi í dómaranum

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Gylfi Sig

Sætasti sigurinn: 4-3 á móti Grindavík og úti á moti vestra þegar ég kom inná og skoraði með fyrstu snertingu minni í leiknum

Mestu vonbrigðin: Þegar Kórdrengir slógu okkur út úr bikarnum í 16 liða, það var helvíti þreytt

Uppáhalds lið í enska: liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: kann mjög vel við Jason Daða og ég veit að hann langar að koma heim

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Óskar Borgþórsson í Fylki

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: milli Arnórs Gauta í Fylki og Eyþórs Wöhler í HK

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta í Stjörnunni

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi og suarez

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: þarf að segja Arnór Gauti, hann er ruglaður

Uppáhalds staður á Íslandi: Fáskrúðsfjörður er mjög fallegur og geggjaður staður

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar við unnum Vestra í bikarnum, það var mjög skemmtilegt.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei trúi ekki á það rugl

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég fylgist með handboltanum og körfunni mikið og er yfirrotari í Röthögginu sem er stuðningsmannasveit Aftureldingar í handboltanum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: danskan var erfið fyrir mig og stærðfræði. Eða nei ég var fínn í því

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég hélt að Bolli, alvöru pabbi Geira Frank (Henrik í Exit) væri Bjössi og hann vissi ekki upp né niður þegar ég var að spurja hann hvort hann þekkti pabba minn

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Held ég myndi þurfa að taka Geira Frank og Bjarna Pál og Jökul Jörvar. Við gætum spjarað okkur vel saman

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: er tvíburi og er fjórfaldur Íslandsmeistari í handbolta (yngri flokkar).

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Geiri Frank kom mér á óvart þegar hann kom fyrst á æfingar í engu formi og ég hugsaði þá „hvað er hann að gera hérna?" en svo var hann drullu góður og segir líka alltaf “again” þegar hann spilar á mann. Og ef maður gefur ekki aftur þá segir hann “kommon maður” náum mjög vel saman.. og lika Sigga bond.. sakna djókanna hans mikið

Hverju laugstu síðast: Sagði Sævari 04 Mdl í Aftureldingu að fara á skrifstofuna hjá Magga þjálfara án þess að Maggi vissi það og það grenjuði allir úr hlátri

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: sprettir er mjög þreytt dæmi

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Pete Davidson „how to all the pretty girls(ekki KALEO samt) like you?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner