Ljóst er að miðvörðurinn Leny Yoro og framherjinn Rasmus Höjlund leikmenn Manchester United verði lengi frá.rir
Félagið hefur staðfest á Yoro verði frá í þrjá mánuði en hann meiddist í æfingaleik gegn Arsenal á dögunum. Höjlund meiddist í sama leik en hann verður frá í sex vikur og mun því missa af fyrstu leikjunum í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta er mikið áfall fyrir Man Utd en Yoro þykir gríðarlega spennandi en þessi 18 ára gamli Frakki gekk til liðs við félagið frá Lille í sumar. Harry Maguire og Jonny Evans gætu byrjað í miðverði í fyrsta leik deildarinnar.
Maguire og Victor Lindelöf voru í byrjunarliðinu þegar Man Utd vann 3-2 gegn Betis í æfingaleik í nótt. Lisandro Martinez er ekki kominn af stað eftir að hafa verið á Copa America með argentíska landsliðinu.
Marcus Rashford og Antony þurftu að fara af velli vegna meiðsla gegn Betis í nótt en óljóst er að svo stöddu hvers eðlis þau meiðsli eru.