Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   fim 01. október 2015 18:12
Magnús Már Einarsson
Brynjar Gests hættur með Fjarðabyggð
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Brynjar Þór Getsson er hættur sem þjálfari Fjarðabyggðar en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Brynjar tók við Fjarðabyggð haustið 2012 og vann þriðju deildina ári síðar með liðið.

Í fyrra sigraði Fjarðabyggð 2. deildina undir stjórn Brynjars en hann var þá valinn þjálfari ársins í deildinni.

Í sumar var Fjarðabyggð í toppbaráttu þangað til um mitt mót en þá dalaði gengi liðsins mikið og 7. sætið varð niðurstaðan í 1. deildinni.

Eftir tap gegn Víkingi Ólafvsík í lokaumferð 1. deildarinnar lét Brynjar gamminn geisa í viðtali á Fótbolta.net en þar sagðist hann ekki vita hvort hann yrði áfram með Fjarðabyggð.

„Mig langar að gera svo margt, mér langar að vera þar sem er metnaður og menn stefna hærra en þeir eru. Það er það sem mann langar að gera í fótbolta. Ég vil ekki vera þar sem menn eru ekki tilbúnir að leita hærra og gera betur en þeir voru að gera. Ég held að Fjarðabyggð sér í dauðafæri til þess miðað við tímabilið núna. Það þarf ekki mikið upp á, það þarf örlítið og ég veit hvað það er. Svo er fullt af öðrum liðum sem langar að gera betur," sagði Brynjar í umræddu viðtali.

Brynjar hefur áður þjálfað meistaraflokk hjá Huginn, ÍR, Víði í Garði og ÍH svo eitthvað sé nefnt.
Athugasemdir
banner
banner
banner