Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 21:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Adam Ægir situr sem fastast á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur gengið illa hjá Adam Ægi Pálssyni að fá mínútur á Ítalíu en hann var enn eina ferðina á bekknum í kvöld þegar Novara gerði svekkjandi jafntefli gegn Lumezzane í C-deildinni.

Novara var 2-0 yfir í hálfleik en Lumezzane tókst að jafna með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Adam Ægir hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum fyrir Novara en hann gekk til liðs við félagið á láni eftir að hafa verið á láni hjá Perugia fyrri hluta tímabilsins frá Val.

Novara er í 10. sæti með með 49 stig eftir 36 umferðir en tvær umferðir eru eftir.

Breki Baldursson kom ekkert við sögu þegar Esbjerg steinlá 6-0 gegn OB í næst efstu deild í Danmörku. Ari Leifsson er á meiðslalistanum hjá Kolding en liðið tapaði 3-1 gegn Hvidovre. Esbjerg er í 6. sti með 37 stig, jafn mörg stig og Kolding sem er í sætinu fyrir ofan.

Óskar Sverrisson spilaði allan leikinn fyrir Ariana í 3-0 sigri gegn Hassleholms í sænsku C-deildinni. Óskar er 32 ára og fæddur og uppalinn í Svíþjóð en hann á íslenskan föður og á einn landsleik að baki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner