Matheus Cunha, sóknarmaður Wolves, er efstur á óskalista Newcastle fyrir sumarið.
Þetta herma heimildir Daily Mail.
Þetta herma heimildir Daily Mail.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, er sagður telja það að Cunha sé rétti leikmaðurinn til að hjálpa Newcastle að taka næstu skref.
Cunha hefur skorað 13 mörk fyrir Wolves í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið hefur verið í basli en hann hefur leikið mjög vel.
Í nýjum samningi hans er riftunarverð upp á 62,5 milljónir punda og er það eitthvað sem Newcastle gæti nýtt sér í sumar.
Athugasemdir