Málfríður Anna Eiríksdóttir spilaði sinn þriðja leik fyrir B93 í dönsku deildinni í kvöld.
Hún byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður snemma í seinni hálfleik. Hún lét til sín taka því hún skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið þegar hún skoraði þriðja mark liðsins. Leiknum lauk með 4-1 sigri B93 gegn Osterbro.
Hún byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður snemma í seinni hálfleik. Hún lét til sín taka því hún skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið þegar hún skoraði þriðja mark liðsins. Leiknum lauk með 4-1 sigri B93 gegn Osterbro.
Liðið er í 3. sæti í fallumspilinu með fjögur stig eftir þrjár umferðir. Tvö efstu liðin verða í efstu deild á næstu leiktíð en sjö umferðir eru enn eftir.
Málfríður gekk til liðs við félagið frá Val í lok janúar. Hún lék einnig með B93 á sama tíma í fyrra og snéri aftur í Val í apríl í fyrra og lék fjóra leiki fyrir Val síðasta sumar, tvo í deild og tvo í Mjólkurbikarnum.
Athugasemdir