Lionel Messi er einn allra besti fótboltamaður sögunnar, ef ekki sá besti. Hann er í dag leikmaður Inter Miami í Bandaríkjunum.
Hann er samningsbundinn Inter út tímabilið 2025 en samkvæmt fréttum vestanhafs er hann við það að skrifa undir nýjan samning við félagið. Enska goðsögnin David Beckham á hlut í félaginu og er forseti þess.
Hann er samningsbundinn Inter út tímabilið 2025 en samkvæmt fréttum vestanhafs er hann við það að skrifa undir nýjan samning við félagið. Enska goðsögnin David Beckham á hlut í félaginu og er forseti þess.
Heimsmeistarinn verður 38 ára í sumar og er talað um að nýr samningur muni gilda út tímabilið 2026.
Messi var lengst af á ferlinum hjá Barcelona, stökk svo í tvö ár til Parísar en hélt til Miami sumarið 2023. Hann var kjörinn verðmætasti leikmaður MLS deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir