Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 15:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Messi við það að framlengja við Inter Miami
Mynd: EPA
Lionel Messi er einn allra besti fótboltamaður sögunnar, ef ekki sá besti. Hann er í dag leikmaður Inter Miami í Bandaríkjunum.

Hann er samningsbundinn Inter út tímabilið 2025 en samkvæmt fréttum vestanhafs er hann við það að skrifa undir nýjan samning við félagið. Enska goðsögnin David Beckham á hlut í félaginu og er forseti þess.

Heimsmeistarinn verður 38 ára í sumar og er talað um að nýr samningur muni gilda út tímabilið 2026.

Messi var lengst af á ferlinum hjá Barcelona, stökk svo í tvö ár til Parísar en hélt til Miami sumarið 2023. Hann var kjörinn verðmætasti leikmaður MLS deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner