Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Býst við að vera áfram þó liðið sé að falla
Kieran McKenna.
Kieran McKenna.
Mynd: EPA
Kieran McKenna býst við að halda áfram sem stjóri Ipswich þó svo að félagið sé að öllum líkindum að falla úr ensku úrvalsdeildinni.

McKenna hefur gert stórkostlega hluti með Ipswich, þrátt fyrir að liðið sé í fallsæti núna. Hann kom liðinu upp úr C-deild og í deild þeirra bestu.

Hann var eftirsóttur eftir síðasta tímabil og má reikna með því að félög horfi enn til hans. En hann býst sjálfur við því að vera áfram með Ipswich og er skuldbundinn félaginu.

„Ég er enn mjög ánægður hérna," segir McKenna.

„Þetta tímabil var alltaf að fara að vera áskorun. En eins og ég hef sagt áður þá tel ég félagið eiga mjög bjarta framtíð á marga mismunandi vegu."
Athugasemdir
banner