Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sævar Atli skoraði kærkomið mark - Skotmark KA kom ekki við sögu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon skoraði sitt fyrsta mark á árinu 2025 þegar Lyngby gerði 2-2 jafntefli gegn Álaborg í neðri hlutanum í dönsku deildinni í kvöld.

Álaborg komst yfir með marki úr vítaspyrnu en Sævar jafnaði metin þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf. Þetta var fyrsta mark Sævars síðan 10. nóvember en þá skoraði hann einmitt í 2-2 jafntefli gegn Álaborg.

Álaborg var 2-1 yfir í hálfleik en jöfnunarmark Lyngby kom þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.

Marcel Römer, sem er á leið til KA samkvæmt heimildum Fótbolta.net, sat allan tímann á bekknum hjá Lyngby. Nóel Atli Arnórsson sat á bekknum hjá Álaborg en hann hefur verið utan hóps í síðustu þremur leikjum vegna meiðsla.

Lyngby er í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar með 19 stig, stigi á eftir Sönderjyske en það er næsti andstæðingur liðsins. Álaborg er í 9. sæti með 23 stig.
Athugasemdir
banner