Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Grealish og Foden líður ekki vel
Mynd: EPA
Jack Grealish og Phil Foden, leikmenn Man City, urðu fyrir aðkasti frá stuðningsmönnum Man Utd í leik liðanna um síðustu helgi.

Stuðningsmennirnir sungu níðsöngva um Foden og móður hans og þá var Grealish sleginn í andlitið. Tvítugur stuðningsmaður United hefur verið ákærður fyrir að slá hann.

Pep Guardiola var spurður út í ástand Grealish og Foden.

„Þeim líður ekki vel en við höldum okkar striki. Þetta gerist alls staðar. Þetta er klikkaður heimur er það ekki? Það eru vandamál út um allan heim, ekki bara í íþróttum," sagði Guardiola.

„Þetta snýst ekki um United því United ee stærra en þessir einstaklingar. Þeir standa ekki fyrir það sem United er."
Athugasemdir
banner
banner