Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við FH og því er ljóst að hún mun taka slaginn með liðinu í sumar. Hún var með lausan samning eftir að fyrri samningur var útrunninn.
Hildigunnur er fædd árið 2003 og er á leið í sitt þriðja tímabil með FH. Hún er uppalin hjá Stjörnunni og spilaði sína fyrstu leiki árið 2019.
Þá kom hún frábærlega inn í efstu deild og skoraði sex mörk í tíu leikjum. Hún skoraði sex mörk fyrir FH á síðasta tímabili. Alls á hún að baki 131 meistaraflokks leik og hefur í þeim skorað 31 mark.
Þá á hún að baki 18 leiki með yngri landsliðinum og fjóra leiki fyrir U23. Mörkin í leikjunum 22 fyrir eru tólf.
Hildigunnur er fædd árið 2003 og er á leið í sitt þriðja tímabil með FH. Hún er uppalin hjá Stjörnunni og spilaði sína fyrstu leiki árið 2019.
Þá kom hún frábærlega inn í efstu deild og skoraði sex mörk í tíu leikjum. Hún skoraði sex mörk fyrir FH á síðasta tímabili. Alls á hún að baki 131 meistaraflokks leik og hefur í þeim skorað 31 mark.
Þá á hún að baki 18 leiki með yngri landsliðinum og fjóra leiki fyrir U23. Mörkin í leikjunum 22 fyrir eru tólf.
Hildigunnur stundar nám við Santa Clara háskólann í Bandaríkjunum og mun hún því missa af hluta tímabilsins í ár.
Hún kemur til Íslands um næstu mánaðamót og fer svo aftur vestur um haf í kringum mánaðamótin júlí/ágúst. Það sama má segja um liðsfélaga hennar, Ídu Marín Hermannsdóttur, sem sömuleiðis er í námi vestanhafs.
Athugasemdir