Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 01. október 2016 08:00
Fótbolti.net
Fréttaritarar Fótbolta.net spá fyrir um Evrópu og fall
Fylkismenn eru líklegastir til að falla.
Fylkismenn eru líklegastir til að falla.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Evrópubaráttan er spennandi.
Evrópubaráttan er spennandi.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Lokaumferð Pepsi-deildar karla verður í dag og er mikil spenna í baráttunni um Evrópusæti og í fallbaráttunni. Allir leikirnir verða flautaðir á samtímis klukkan 14.

Sjá einnig:
Lokaumferðin - Hvað getur gerst?

Stjarnan er í bestu stöðunni í baráttunni um tvö laus Evrópusæti en Breiðablik, KR og Fjölnir eiga einnig möguleika. Í fallbaráttunni eru Fylkismenn í vondum málum en Víkingur Ólafsvík er einnig í fallhættu.

Fréttaritarar Fótbolta.net spá fyrir um hvað gerist í dag:

a) Hvaða tvö lið ná í lausu Evrópusætin?
b) Hvaða lið fellur með Þrótti?




Elvar Geir Magnússon, ritstjóri:
a) Stjarnan og KR klára sína leiki og komast í Evrópu. Sé jafntefli í kortunum í Kópavogi.
b) Miðað við gengi síðustu umferða er erfitt að sjá annað í kortunum en sigur KR gegn Fylki. Árbæingar í Inkasso, verðskuldað.

Magnús Már Einarsson, ritstjóri:
a) Stjarnan klárar 2. sætið nokkuð örugglega með sigri á vængbrotnum Ólsurum. Blikar ná hinu Evrópusætinu eftir dramatískar lokamínútur leikjunum í Kópavogi og Vesturbæ.
b) Ólsarar þurfa að bíða eftir fréttum úr Vesturbæ til að vita örlög sín. KR og Fylkir gera jafntefli i rosalegum leik og Árbæingar fara niður.

Jóhann Ingi Hafþórsson:
a) KR og Breiðablik - Víkingur Ó vinnur Stjörnuna. Breiðablik vinnur Fjölni, 1-0, þar sem Jonathan Glenn kemur öllum á óvart og skorar.
b) KR vinnur svo Fylki, auðveldlega, 6-0 og hættir Hemmi Hreiðars með liðið eftir leik.

Ármann Örn Guðbjörnsson:
a) Stjarnan og KR taka Evrópusætin.
b) Fylkir fellur þrátt fyrir stórt tap Víkings Ó á Stjörnuvellinum.

Magnús Þór Jónsson:
a) Stjarnan og KR.
b) Fylkir fer niður með Þrótti.

Alexander Freyr Einarsson:
a) Stjarnan og KR taka Evrópusætin með því að vinna báða leiki sína. Willum hlýtur að hætta í pólitík og taka við KR til lengri tíma.
b) Það þýðir að Fylkismenn þurfa að sætta sig við þau grimmu örlög að falla niður um deild þrátt fyrir að vera með hinn ágætasta mannskap. Frammistaðan stóran hluta tímabils segir að Ólafsvíkingar verðskulda fall en þeir sleppa líklega með skrekkinn.

Elvar Magnússon:
a) Fjölnir og Stjarnan.
b) Fylkir.

Lárus Ingi Magnússon:
a) Fjölnir og Stjarnan.
b) Eftir enn einn dómaraskandalinn þá fellur Fylkir og Hermann missir aðeins „kúlið" í viðtölum eftir leik.

Arnar Geir Halldórsson:
a) Stjarnan og Breiðablik.
b) Víkingur Ólafsvík.

Benjamín Þórðarson:
a) Stjarnan og Breiðablik eftir rosalega dramatík í öllum leikjum dagsins. Oliver Sigurjóns tryggir Blikum sigur í blálokin með „hammer" beint úr auka.
b) Víkingur Ó. Ólsarar fá skell á teppinu á meðan Sito tryggir Fylki sigur í Vesturbænum með marki í uppbótartíma! Já dramatíkin nær nýjum hæðum í dag.

Þorsteinn Haukur Harðarson:
a) Breiðablik vinnur Fjölni og Fylkir vinnur KR. Blikar fara í Evrópu ásamt Stjörnunni.
b) Víkingur Ólafsvík vinnur dramatískan sigur í Garðabæ þar sem nafni minn skorar sigurmarkið. Fylkismenn falla og Hemmi lemur einhvern eftir leik.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner