
Kai Havertz var valinn maður leiksins í 4-2 sigri Þýskalands gegn Kosta Ríka í lokaleik liðsins á HM í kvöld. Liðið þurfti að sjö mörk í viðbót til að komast áfram.
Havertz kom inn á í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 en Kosta Ríka komst yfir stuttu síðar.
Hann skoraði þá tvö mörk í röð áður en Niclas Fullkrug skoraði fjórða og síðasta mark Þjóðverja.
Havertz var eðlilega ekkert spenntur að fara í myndatöku með verðlaunagripnum sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins en hann var frekar súr á svipinn þegar hann tók við verðlaununum.
Kai Havertz 😐 pic.twitter.com/RivXuGqjiG
— B/R Football (@brfootball) December 1, 2022
Athugasemdir