Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   sun 02. mars 2025 22:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rooney hissa á ummælum Amorim - „Er ekki barnalegur"
Mynd: EPA
Rúben Amorim, stjóri Man Utd, sagði eftir tap liðsins gegn Fulham í enska bikarnum í kvöld að markmiðið væri að vinna ensku úrvalsdeildina.

Þessi ummæli fóru öfugt ofan í Man Utd goðsögnina Wayne Rooney sem sagði að þetta væru barnaleg ummæli í ljósi þess að Man Utd er í 14. sæti deildarinnar.

„Það er markmiðið okkar. Að vera barnalegur er að hugsa að við munum vinna á þessu tímabili eða að við verðum líklegastir til þess á næsta tímabili," sagði Amorim spurður út í ummæli Rooney.

„Ég veit að allir vita allt. Það er auðvelt, ég var sérfræðingur í sjónvarpi þegar ég lagði skóna á hilluna, ég veit að það er mjög auðvelt starf."

„Markmiðið okkar er að vinna úrvalsdeildina. Kannski ekki undir minni stjórn en það er markmið félagsins eins og við gerðum hér áður fyrr með goðsögnum félagsins. Við viljum gera betur og við vitum að það er erfitt núna. Ég er ekki barnalegur, þess vegna er ég fertugur að þjálfa Man Utd," sagði Amorim að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner