Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   lau 01. mars 2025 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enn eitt áfallið fyrir Christensen - Ekkert spilað síðan í ágúst
Mynd: EPA
Andreas Christensen, varnarmaður Barcelona, hefur verið í miklum vandræðu með meiðsli á þessu tímabili og enn eitt bakslagið hefur komið upp.

Christensen var í byrjunarliðinu í fyrstu umferðinni gegn Valencia en sleit hásin. Hann þurfti að fara í aðgerð í desember og meiddist síðan á kálfa.

Hann virtist vera búinn að ná sér en Hansi Flick sagði frá því á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Real Sociedad á morgun að það hafi komið enn eitt bakslag í meiðslin og óljóst hvenær hann verði klár í slaginn.

Framtíð Christensen hjá Barcelona hefur verið mikið í umræðunni en þessi fyrrum leikmaður Chelsea hefur verið orðaður við endurkomu í úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner