Manchester Utd 1-1 Fulham (3-4 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Calvin Bassey ('45 )
1-1 Bruno Fernandes ('71 )
0-1 Calvin Bassey ('45 )
1-1 Bruno Fernandes ('71 )
Fyrri hálfleikurinn var mjög rólegur á Old Trafford en það var Calvin Bassey, varnarmaður Fulham, sem skoraði fyrsta markið.
Markið kom í blálokin í fyrri hálfleik en hann skoraði eftir að Rodrigo Muniz flikkaði boltanum áfram eftir hornspyrnu.
Bruno Fernandes jafnaði metin með hnitmiðuðu skoti úr teignum í fjærhornið eftir sendingu frá Diogo Dalot. Rodrigo Muniz kom sér í gott færi stuttu síðar en Matthijs de Ligt komst í boltann á síðustu stundu.
Emile Smith-Rowe var nálægt því að tryggja Fulham sigurinn í uppbótatíma en Andre Onana varði skotið frá honum virkilega vel. Þá fékk Alejandro Garnacho gullið tækifæri á lokasekúndunum en skot hans slakt. Hinn 17 ára gamli Chido Obi Martin fékk einnig tvö góð tækifæri en hitti ekki markið.
Bæði lið fengu tækifæri til að skora í framlengingunni en allt kom fyrir ekki. Obi Martin var áfram líflegur en Bernd Leno sá við honum.
Það þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni en þar var Bernd Leno hetjan. Bæði lið skoruðu úr þremur fyrstu spyrnunum. Leno varði frá Victor Lindelöf og Joshua Zirkzee og tryggði Fulham sæti í átta liða úrslitunum.
Ríkjandi bikarmeistarar Man Utd eru því úr leik.
Athugasemdir