Ríkjandi bikarmeistarar Man Utd féllu úr leik gegn Fulham í 16-liða úrslitum enska bikarsins eftir vítaspyrnukeppni í kvöld.
Dregið var í átta liða úrslitin strax í kjölfarið.
Dregið var í átta liða úrslitin strax í kjölfarið.
Man City sló Plymouth úr leik í gær en liðið heimsækir Bournemouth sem sem sló Everton úr leik. Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston leika í Championship deildinni en það er eina liðið sem spilar ekki í úrvalsdeildinni sem er eftir í keppninni. Liðið fær Aston Villa í heimsókn.
Nottingham Forest og Ipswich mætast í síðasta leik 16-liða úrslitanna á morgun og þá kemur í ljós hvort liðið heimsækir Brighton. Þá mætast Fulham og Crystal Palace. Átta liða úrslitin fara fram 29. og 30. mars.
8-liða úrslitin
Fulham - Crystal Palace
Preston - Aston Villa
Bournemouth - Man City
Brighton - Nottm Forest/Ipswich
Athugasemdir