Fulham hefur fordæmt „viðbjóðsleg“ skilaboð sem send voru á samfélagsmiðlum á varnarmanninn Calvin Bassey eftir sigur liðsins gegn Manchester United í FA-bikarnum.
Bassey opinberaði sum af þeim skilaboðum sem send voru á hann en þar má meðal annars finna kynþáttaníð.
Bassey opinberaði sum af þeim skilaboðum sem send voru á hann en þar má meðal annars finna kynþáttaníð.
Bassey skoraði fyrra mark leiksins á Old Trafford en staðan var 1-1 eftir 120 mínútna leik. Fulham vann svo í vítakeppni.
„Það er ekki pláss fyrir þessa hegðun í fótboltanum eða samfélaginu. Calvin Bassey fær fullan stuðning," segir í yfirlýsingu Fulham.
Félagið ætlar að aðstoða yfirvöld við að refsa þeim aðilum sem sendu skilaboðin.
Fulham Football Club have come out to condemn a series of racist messages targeted at defender Calvin Bassey online.
— Football Fans Tribe ???????? ? (@FansTribeHQ) March 3, 2025
Utterly Disgusting behavior! ???? pic.twitter.com/34XbzNBQCP
Athugasemdir