Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Bassey fékk urmul ljótra skilaboða
Calvin Bassey.
Calvin Bassey.
Mynd: EPA
Fulham hefur fordæmt „viðbjóðsleg“ skilaboð sem send voru á samfélagsmiðlum á varnarmanninn Calvin Bassey eftir sigur liðsins gegn Manchester United í FA-bikarnum.

Bassey opinberaði sum af þeim skilaboðum sem send voru á hann en þar má meðal annars finna kynþáttaníð.

Bassey skoraði fyrra mark leiksins á Old Trafford en staðan var 1-1 eftir 120 mínútna leik. Fulham vann svo í vítakeppni.

„Það er ekki pláss fyrir þessa hegðun í fótboltanum eða samfélaginu. Calvin Bassey fær fullan stuðning," segir í yfirlýsingu Fulham.

Félagið ætlar að aðstoða yfirvöld við að refsa þeim aðilum sem sendu skilaboðin.


Athugasemdir
banner
banner
banner