Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías fékk traustið og tók forystu í baráttunni um sætið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson fékk kallið í lið Midtjylland í gær þegar liðið mætti Nordsjælland í stórleik helgarinnar í dönsku Superliga.

Elías sneri til baka eftir meiðsli fyrr í þessum mánuði en fékk ekki traustið í Evrópudeildinni gegn Real Sociedad og var líka á bekknum gegn FCK fyrir rúmri viku síðan. Þeir leikir fóru ekki vel og fékk Elías kallið í stað Jonas Lössl í gær.

Elías átti góðan leik í markinu, varði sex sinnum í leiknum og fékk góða einkunn fyrir sína frammistöðu. Midtjylland vann 2-1 sigur.

„Baráttan er nokkuð jöfn, og Elías þarf að sanna sig í komandi leikjum að hann eigi að vera sá sem eigi að vera í markinu. Mér fannst þetta gott skref í átt að því," sagði Thomas Thomasberg, þjálfari Midtjylland, eftir leikinn í gær. Þjálfarinn segist ánægður að vera með tvo mjög góða markmenn.

Elías Rafn er 24 ára og hefur verið hjá Midtjylland síðan 2018. Hann á að baki sex A-landsleiki og berst við Hákon Rafn Valdimarsson um aðalmarkmannsstöðuna í landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner