Fulham er komið í átta liða úrslit enska bikarsins eftir sigur á Man Utd á Old Trafford eftir vítaspyrnukeppni.
Calvin Bassey kom liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks en Bruno Fernandes jafnaði metin. Það var síðan Bernd Leno sem var hetja Fulham en hann varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni.
Calvin Bassey kom liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks en Bruno Fernandes jafnaði metin. Það var síðan Bernd Leno sem var hetja Fulham en hann varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni.
„Við sýndum gæði á köflum en löguðum nokkra hluti og gerðum miklu betur. Ég er mjög stoltur af því hvernig liðið spilaði í öllum seinni hálfleiknum og framlengingunni, við vorum með yfirburði. Ég elskaði æðruleysi leikmanna," sagði Silva.
Fulham fær Crystal Palace í heimsókn átta liða úrslitum.
„Þetta verður mikill bardagi milli tveggja góðra liða. Þeir eru á góðu skriði á útivelli, Lundúnaslagur," sagði Silva.
Athugasemdir