Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   lau 01. mars 2025 18:50
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin: Plymouth komst yfir en Man City jafnaði fyrir hálfleik
Mynd: Norrköping
Búið er að flauta til loka fyrri hálfleiks í leik Manchester City og Plymouth í fimmtu umferð enska bikarsins en staðan þar er 1-1.

Þetta hefur verið algert öskubuskuævintýri hjá Plymouth til þessa en liðið er búið að henda út bæði Brentford og Liverpool.

Pep Guardiola er að stilla upp hálfgerðu varaliði, eins og Liverpool, gerði en Plymouth refsaði fyrir það á 38. mínútu með skallamarki Maksym Talovierov eftir hornspyrnu.

Sjáðu markið hjá Plymouth

Man City tókst að jafna metin undir lok hálfleiksins með marki Nico O'Reilly. Hörkuleikur í gangi á Etihad og fróðlegt að sjá hvort Plymouth takist að henda öðrum risa úr keppni.

Sjáðu jöfnunarmark Man City
Athugasemdir
banner
banner