Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 16:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingi Þór í Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Ingi Þór Sigurðsson er farinn frá ÍA á láni í Grindavík. Fótbolti.net fjallaði um það í síðasta mánuði að Ingi vildi leita annað og er nú búinn að finna sér nýtt félag.

Ingi er tvítugur, verður 21 árs í næsta mánuði, og hefur allan sinn feril spilað með ÍA. Hann hefur skorað sjö mörk og lagt upp fimm í 49 leikjum í efstu deild. Ingi, sem er yngri bróðir landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar, lék á sínum tíma tvo leiki með U16.

Miðjumaðurinn er samningsbundinn ÍA út tímabilið 2026.

Ingi er fjórði leikmaðurinn sem ÍA lánar til Grindavíkur en fyrir höfðu þeir Breki Þór og Árni Salvar komið frá Akranesi. Ármann ingi Finnbogason er þá á láni hjá Grindavík frá ÍA líkt og í fyrra.

Grindavík leikur í Lengjudeildinni og er Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari liðsins. Næsti leikur liðsins er gegn Fjölni í Lengjubikarnum á miðvikudag.

Komnir
Arnór Gauti Úlfarsson frá ÍR
Kristófer Máni Pálsson frá Breiðabliki
Sindri Þór Guðmundsson frá Reyni S.
Viktor Guðberg Hauksson frá Reyni S. (var á láni)
Árni Salvar Heimisson frá ÍA á láni
Breki Þór Hermannsson frá ÍA á láni
Ingi Þór Sigurðsson frá ÍA á láni

Farnir
Aron Dagur Birnuson í Stjörnuna
Sigurjón Rúnarsson í Fram
Kristófer Konráðsson í Fram
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson í Leikni
Einar Karl Ingvarsson í FH
Marinó Axel Helgason
Bjarki Aðalsteinsson
Ion Perelló til Spánar
Dennis Nieblas Moreno til Ítalíu
Nuno Jorge Nobre Barbosa Malheiro til Ítalíu
Matevz Turkus til Slóveníu
Josip Krznaric til Slóveníu
Daniel Ndi (var á láni)
Ingólfur Hávarðarson í Reyni Sandgerði
Mathias Larsen í Þrótt V. (var á láni hjá Reyni)

Samningslausir
Kwame Quee (1996)
Athugasemdir
banner
banner
banner