Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   sun 02. mars 2025 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Svakaleg dramatík í þriðja tapi Milan í röð
Pedro og Zaccagni
Pedro og Zaccagni
Mynd: EPA
Milan 1 - 2 Lazio
0-1 Mattia Zaccagni ('28 )
1-1 Samuel Chukwueze ('85 )
1-2 Pedro ('90 , víti)
Rautt spjald: Strahinja Pavlovic, Milan ('67)

Vandræði Milan halda áfram í ítölsku deildinni en liðið gerði jafntefli gegn Lazio í kvöld.

Mattia Zaccagni sá til þess að Lazio var með 1-0 forystu í hálfleik. Eftir rúmlega klukkutíma leik fékk Strahinja Pavlovic, varnarmaður Milan, rautt spjald fyrir að stöðva Gustav Isaksen sem var að sleppa einn í gegn.

Einum manni færri tókst Milan að jafna þegar Samuel Chukwueze skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Rafael Leao.

Það var svakaleg dramatík í uppbótatíma en Mike Magnian fékk á sig vítaspyrnu fyrir að brjóta á Isaksen. Reynsluboltinn Pedro steig á punktinn og skoraði og tryggði Lazio stigin þrjú.

Þetta var þriðja tap Milan í röð sem situr í níunda sæti en Lazio er í 4. sæti, stigi á undan Juventus sem á leik til góða.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 27 17 7 3 60 25 +35 58
2 Napoli 27 17 6 4 43 22 +21 57
3 Atalanta 27 16 7 4 59 26 +33 55
4 Lazio 27 15 5 7 49 35 +14 50
5 Juventus 26 12 13 1 43 21 +22 49
6 Bologna 27 12 11 4 42 33 +9 47
7 Fiorentina 27 13 6 8 42 28 +14 45
8 Roma 27 12 7 8 42 30 +12 43
9 Milan 27 11 8 8 39 30 +9 41
10 Udinese 27 11 6 10 34 37 -3 39
11 Torino 27 8 10 9 31 32 -1 34
12 Genoa 27 7 10 10 25 35 -10 31
13 Como 27 7 7 13 33 43 -10 28
14 Verona 26 8 2 16 27 54 -27 26
15 Cagliari 27 6 7 14 27 42 -15 25
16 Lecce 27 6 7 14 18 43 -25 25
17 Parma 27 5 8 14 32 46 -14 23
18 Empoli 27 4 10 13 23 44 -21 22
19 Venezia 27 3 9 15 22 41 -19 18
20 Monza 27 2 8 17 21 45 -24 14
Athugasemdir
banner
banner
banner