Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 14:45
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd ætlar að kaupa Osimhen
Mynd: EPA
Manchester United hefur tjáð ítalska félaginu Napoli að það ætli sér að virkja kaupákvæði í samningi nígeríska framherjans Victor Osimhen í sumar en þetta segir tyrkneski blaðamaðurinn Yagiz Sabuncuoglu.

Osimhen verður einn heitasti biti sumarsins en hann er þessa stundina á láni hjá Galatasaray í Tyrklandi og verið að raða inn mörkunum.

Hann hefur skorað 22 mörk í 28 leikjum en ljóst er að þetta verður hans eina leiktíð í Tyrklandi.

Sabuncuoglu, sem er með 1,7 milljónir fylgjenda á X, segir að Man Utd sé að leiða kapphlaupið, en félagið á að hafa tjáð Napoli að það ætli sér að greiða klásúluverð hans í sumar.

Ákvæðið nemur um 60 milljónum punda og gæti þá sloppið við viðræður við Napoli, enda hefur Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, verið þekktur fyrir að vera erfiður í viðræðum.

Man Utd er í leit að markamaskínu en það hefur lítið verið að ganga fram á við undanfarið. Rasmus Höjlund og Joshua Zirkzee hafa samtals skorað fimm deildarmörk á tímabilinu á annars mjög dapri leiktíð liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner