Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   lau 01. mars 2025 15:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Stefán Teitur með stórkostlega sendingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Preston er komið áfram í átta liða úrslit enska bikarsins í fyrsta sinn frá árinu 1966 eftir sigur á erkifjendum sínum í Burnley.

Stefán Teitur Þórðarson var á sínum stað í byrjunarliði Preston en hann átti stóran þátt í sigrinum.

Robbie Brady kom Preston yfir með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu og Milutin Osmajic bætti öðru markinu við.

Stefán Teitur átti stórkostlega sendingu á Andrew Hughes sem átti sendingu fyrir og Will Keane skoraði og innsiglaði 3-0 sigur Preston. Sjáðu markið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner