Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, og franska fótboltagoðsögnin Michel Platini eru mættir aftur fyrir dómstóla þar sem þeir eru sakaðir um fjársvik.
Árið 2022 voru þeir félagar sýknaðir í réttarhöldum vegna greiðslu upp á 2 milljónir svissneskra franka frá FIFA til Platini með leyfi Blatter árið 2011.
Báðir neituðu sök og sögðu þetta síðbúna greiðslu fyrir ráðgjafastarf Platini, sem var áður forseti UEFA. Dómnum var áfrýjað og gert er ráð fyrir að nýju réttarhöldin standi fram á fimmtudag og dómur kveðinn upp 25. mars.
Blatter, sem er 88 ára, heldur áfram fram sakleysi sínu.
„Þegar þú talar um lygar, svik og blekkingar, þá er það ekki ég. Það var ekki til í öllu mínu lífi," sagði Blatter fyrir dómi í dag. Blatter var forseti FIFA í 17 ár frá 1998 en sagði af sér vegna spillingarrannsókna.
Athugasemdir