Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 10:52
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle mun ekki hlusta á tilboð í Isak undir 120 milljónum punda - Leikmaður Mónakó eftirsóttur
Powerade
Alexander Isak verður einn heitasti biti sumarsins
Alexander Isak verður einn heitasti biti sumarsins
Mynd: EPA
Garnacho til Barcelona?
Garnacho til Barcelona?
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðrinu á þessum fína sunnudegi en Arsenal, Chelsea og Liverpool eru sögð á eftir nokkrum heitum bitum fyrir sumargluggann.

Liverpool gæti þurft að greiða 120 milljónir punda eða meira til þess að geta keypt sænska framherjann Alexander Isak (25) frá Newcastle United í sumar. Arsenal og Chelsea eru einnig í baráttunni. (Give Me Sport)

Tottenham, Liverpool, Manchester City og Chelsea eru öll búin að skrá sig í kapphlaupið um Lamine Camara (21), leikmann Mónakó og senegalska landsliðsins. (TBR)

Arsenal og Chelsea eru bæði orðuð við Benjamin Sesko (21), framherja Leipzig og slóvenska landsliðsins, en ólíklegt er að hann verði áfram í herbúðum Leipzig ef liðinu mistekst að komast í Meistaradeild Evrópu fyrir næsta tímabil. (Mirror)

Chelsea og Liverpool gætu á meðan barist um Castello Lukeba (22), varnarmann Leipzig, en Real Madrid og fleiri félög eru einnig að fylgjast með honum. (Mirror)

Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, segir að félagið vilji fari á eftir Florian Wirtz (21), leikmanni Bayer Leverkusen. Manchester City er sagt ætla að reyna við hann í sumar. (AZ)

Arsenal gæti séð eftir því að hafa selt Mika BIereth (22) til Sturm Graz fyrir 4 milljónir punda í sumar. Danski unglingalandsliðsmaðurinn skoraði 11 mörk í 16 leikjum fyrir Sturm Graz og færði sig síðan til Mónakó fyrir 10,7 milljónir punda í janúar. (Mirror)

Real Betis er að skoða það að gera skipti Antony varanleg. Hann kom til félagsins á láni frá Manchester United í janúarglugganum og staðið sig vel, en Betis hefur þó ekki efni á að greiða honum þann veglega launapakka sem hann er með og þá gæti hann kostað allt að 41 milljón pund. (Fichajes)

Liverpool er að fylgjast með Carlos Baleba (21), miðjumanni Brighton og gæti íhugað að fá hann í sumarglugganum. (Football Insider)

Barcelona fylgist náið með Alejandro Garnacho (20), vængmanni Manchester United, en félagið vonast til að ganga frá kaupum á honum í sumar. (Fichajes)

Chelsea er reiðubúið að ganga frá kapum á brasilíska vinstri bakverðinum Denner Evangelista (17) frá Corinthians. Hann myndi formlega ganga í raðir félagsins árið 2026, en þessi efnilegi leikmaður er frændi Gabriel Magalhaes, sem er á mála hjá Arsenal á Englandi. (Fabrizio Romano)

Aston Villa er að vonast til að ganga frá tvöföldum félagaskiptum í sumar. Það eru þeir Charalampos Kostoulas (17) og Christos Mouzakitis (18), en báðir eru grískir og á mála hja Olympiakos í heimalandinu. (TBR)
Athugasemdir
banner
banner
banner