Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 14:08
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Pedersen skaut Val í undanúrslit
Patrick Pedersen skoraði tvö í seinni hálfleik og kom Val í undanúrslit
Patrick Pedersen skoraði tvö í seinni hálfleik og kom Val í undanúrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri 1 - 2 Valur
1-0 Diego Montiel ('31 )
1-1 Patrick Pedersen ('49 )
1-2 Patrick Pedersen ('77 )

Valur er kominn í undanúrslit A-deild Lengjubikars karla eftir endurkomusigur gegn Vestra, 2-1, í Fífunni í dag.

Valsmenn þurftu að vinna Vestra til að gulltryggja sætið en staðan var ekkert sérstaklega góð í hálfleik.

Diego Montiel hafði komið Vestra í 1-0 þegar hálftími var liðinn, en í þeim síðari tóku Valsarar við sér og skoruðu tvö mörk.

Danski framherjinn Patrick Pedersen gerði bæði mörkin, það fyrra á 49. mínútu og seinna markið kom síðan þegar þrettán mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Valur mun mæta sigurvegara C-riðils í undanúrslitum, en nokkur lið eru í baráttunni um það sæti.

Þá vakti athygli að á bekknum hjá Val var Tómas Blöndal Petersson. Hann er fæddur 2009 og spilað með 2. flokki Vals, en foreldrar hans eru Alexander Petersson og Eivor Pála Blöndal, sem léku bæði með landsliðinu í handbolta. Lúkas er bróðir Tómasar og er á mála hjá Hoffenheim í Þýskalandi.

Vestri Guy Smit (m), Morten Ohlsen Hansen, Anton Kralj (70'), Fatai Adebowale Gbadamosi, Gunnar Jónas Hauksson (61'), Vladimir Tufegdzic (61'), Diego Montiel, Jeppe Pedersen (74'), Eiður Aron Sigurbjörnsson, Gustav Kjeldsen
Varamenn Albert Ingi Jóhannsson, Birkir Eydal (74'), Guðmundur Páll Einarsson (86'), Silas Dylan Songani (61'), Kristoffer Grauberg Lepik (61'), Sergine Modou Fall (70'), Benedikt Jóhann Þ. Snædal (m)

Valur Flóki Skjaldarson (m), Markus Lund Nakkim (51'), Birkir Heimisson, Bjarni Mark Antonsson, Aron Jóhannsson (79'), Jónatan Ingi Jónsson, Patrick Pedersen (87'), Tryggvi Hrafn Haraldsson (46'), Albin Skoglund (70'), Orri Sigurður Ómarsson (79')
Varamenn Hörður Ingi Gunnarsson (79), Kristinn Freyr Sigurðsson (70), Gísli Laxdal Unnarsson (46), Orri Hrafn Kjartansson, Þórður Sveinn Einarsson (87), Birkir Jakob Jónsson, Tómas Blöndal-Petersson (m)
Útvarpsþátturinn - Áhugaverðar breytingar í ótímabæru spánni
Athugasemdir
banner
banner
banner