Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 00:06
Brynjar Ingi Erluson
Vigdís Lilja á toppinn í Belgíu
Vigdís Lilja samdi við Anderlecht í janúar
Vigdís Lilja samdi við Anderlecht í janúar
Mynd: Anderlecht
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og stöllur hennar í Anderlecht eru komnar á toppinn í Belgíu eftir að liðið vann Leuven, 2-0, í dag.

Vigdís gekk til liðs við Anderlecht frá Breiðabliki í lok janúar og var í byrjunarliðinu í leiknum í dag.

Diljá Ýr Zomers var ekki með Leuven í dag en hún var markahæst í deildinni á síðustu leiktíð.

Sigur Anderlecht kom liðinu á toppinn með 42 stig, tveimur á undan Leuven.

Lára Kristín Pedersen var þá í byrjunarliði Club Brugge sem tapaði fyrir Waregem, 1-0. Club Brugg er í 4. sæti með 25 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner