Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og stöllur hennar í Anderlecht eru komnar á toppinn í Belgíu eftir að liðið vann Leuven, 2-0, í dag.
Vigdís gekk til liðs við Anderlecht frá Breiðabliki í lok janúar og var í byrjunarliðinu í leiknum í dag.
Diljá Ýr Zomers var ekki með Leuven í dag en hún var markahæst í deildinni á síðustu leiktíð.
Sigur Anderlecht kom liðinu á toppinn með 42 stig, tveimur á undan Leuven.
Lára Kristín Pedersen var þá í byrjunarliði Club Brugge sem tapaði fyrir Waregem, 1-0. Club Brugg er í 4. sæti með 25 stig.
Le chant de la première place. ????? #ANDOHL pic.twitter.com/vILOwB83HW
— RSCA Women (@rscawomen) March 1, 2025
Athugasemdir