Það er úrvalsdeildarleikur framundan í enska bikarnum þar sem Bournemouth fær Wolves í heimsókn.
Andoni Iraola gerir þrjár breytingar á liði Bournemouth sem tapaði gegn Brighton í síðustu umferð úrvalsdeildarinnar. Justin Kluivert og Dango Outtara setjast á bekkinn en Ryan Christie er ekki í hópnum. Alex Scott, Marcus Tavernier og Evanilson koma inn.
Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Evanilson eftir meiðsli sem hann varð fyrir í byrjun janúar.
Sam Jonhstone, Nasser Djiga, Pablo Sarabia og Jörgen Strand Larsen koma inn í lið Úlfanna fyrir Jose Sá, Marshall Munetsi, Andre og Matt Doherty.
Bournemouth: Kepa, Cook, Hill, Huijsen, Kerkez, Scott, Adams, Tavernier, Brooks, Semenyo, Evanilson
Wolves: Johnstone, Djiga, Bueno, Toti, Semedo, Joao Gomes, Bellegarde, Ait-Nouri, Sarabia, Matheus Cunha, Strand Larsen
Athugasemdir