Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   sun 02. mars 2025 23:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Markvörður Augsburg bætti félagsmet
Mynd: EPA
Augsburg 0 - 0 Freiburg

Það var markalaust þegar Augsburg og Freiburg áttust við í þýsku deildinni í kvöld en það var svo sannarlega ekki vöntun á færum.

Augsburg var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en var fyrirmunað að skora.

Það var lítið að gera hjá Finn Dahmen, markverði Augsburg, framan af í leiknum en hann bætti félagsmet, eftir 56 mínútur í leiknum hafði hann haldið hreinu í 399 mínútur, þetta var fjórði leikurinn í röð sem liðið heldur hreinu.

Eftir rúmlega klukkutíma leik þurfti hann að taka á honum stóra sínum þegar Jan-Niklas Beste komst í færi stuttu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Bæði lið fengu tækifæri undir lokin en boltinn vildi ekki fara í netið.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 24 19 4 1 72 20 +52 61
2 Leverkusen 24 15 8 1 55 28 +27 53
3 Eintracht Frankfurt 24 12 6 6 50 37 +13 42
4 Mainz 24 12 5 7 39 25 +14 41
5 Freiburg 24 12 4 8 34 36 -2 40
6 RB Leipzig 24 10 8 6 39 33 +6 38
7 Wolfsburg 24 10 7 7 48 38 +10 37
8 Gladbach 24 11 4 9 38 35 +3 37
9 Stuttgart 24 10 6 8 42 37 +5 36
10 Dortmund 24 10 5 9 45 38 +7 35
11 Augsburg 24 8 8 8 27 35 -8 32
12 Werder 24 8 6 10 36 49 -13 30
13 Hoffenheim 24 6 7 11 31 46 -15 25
14 Union Berlin 24 6 5 13 20 37 -17 23
15 St. Pauli 24 6 3 15 18 29 -11 21
16 Bochum 24 4 5 15 23 47 -24 17
17 Holstein Kiel 24 4 4 16 35 59 -24 16
18 Heidenheim 24 4 3 17 27 50 -23 15
Athugasemdir
banner
banner
banner