Anthony Gordon, lykilmaður Newcastle United, verður ekki með liðinu gegn Liverpool í úrslitum enska deildabikarsins eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Brighton í enska bikarnum í dag.
Enski vængmaðurinn er eitt hættulegasta vopn Newcastle fram á við og án hans er liðið vængbrotið.
Seint í leik Newcastle gegn Brighton fékk Gordon rauða spjaldið fyrir að slá til Jan Paul van Hecke og var hann sendur um leið í sturtu.
Rauða spjaldið þýðir það að hann verður í banni í stærsta leik Newcastle á tímabilinu, er það mætir Liverpool í úrslitum deildabikarsins.
Leikurinn fer fram 16. mars og er spilaður á Wembley.
Anthony Gordon Red card???????????? pure headloss pic.twitter.com/MAh2mAfcUz
— MR (@MxrmoushRole) March 2, 2025
Athugasemdir