Frændi brasilíska varnarmannsins Gabriel Magalhaes er á leið til Chelsea á Englandi en þetta kemur fram í brasilíska miðlinum Globo.
Chelsea hefur samkvæmt miðlinum náð samkomulagi við Corinthians um hinn 17 ára gamla Denner en kaupverðið er í kringum 12 milljónir punda.
Globo segir að hann muni skrifa undir sjö ára samning og ganga formlega í raðir félagsins á næsta ári.
Denner er vinstri bakvörður sem hefur skorað 3 mörk í 8 leikjum með unglingaliði Corinthians á þessu tímabili.
Það verður hentugt fyrir Denner að koma til Lundúna en þar býr einmitt Gabriel, sem spilar með Arsenal á Englandi.
Chelsea hefur verið í stórsókn á markaðnum í Brasilíu en félagið keypti Andrey Santos fyrir tveimur árum frá Vasco da Gama og þá er vængmaðurinn Estevao Willian að ganga í raðir félagsins í sumar.
???? Agreement reached between Chelsea and Corinthians for the transfer of Denner. ????????????
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) March 1, 2025
The 17-year-old defender is expected to join the Blues in the summer of 2026 for around €15m. ????
(Source: @venecasagrande) pic.twitter.com/ljkQCGv7jo
Athugasemdir