Lengjubikarinn heldur áfram að rúlla í dag og þar geta Valsmenn unnið A-riðil í A-deildinni er liðið mætir Vestra í Fífunni.
Valur er á toppnum í A-riðli með 10 stig á meðan Vestri er í 4. sæti með 4 stig. Leikurinn hefst klukkan 12:00 en Valsmenn geta þar komist langleiðina með að vinna riðilinn.
Til þess að það verði að veruleika þarf Þróttur að tapa stigum á móti ÍA en þau eigast við á AVIS-vellinum klukkan 16:00.
Einnig er spilað í A-deild kvenna. Í A-riðli mætast Valur og Tindastóll á Hlíðarenda á meðan Fylkir spilar við Þór/KA og þá mætast FHL og Breiðablik í B-riðli.
Þór/KA, Valur og Þróttur eru öll með 6 stig í A-riðli á meðan Breiðablik er með fullt hús stiga á toppnum í B-riðli.
Leikir dagsins:
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
12:00 Vestri-Valur (Fífan)
16:00 Þróttur R.-ÍA (AVIS völlurinn)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
16:00 Þróttur V.-Reynir S. (Domusnovavöllurinn)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 3
14:00 Haukar-Árbær (Knatthús Hauka)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 1
12:00 Elliði-Hörður Í. (Fylkisvöllur)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
14:00 Valur-Tindastóll (N1-völlurinn Hlíðarenda)
15:00 Fylkir-Þór/KA (Würth völlurinn)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
13:30 FHL-Breiðablik (Fjarðabyggðarhöllin)
Lengjubikar kvenna - B-deild
14:00 Grindavík/Njarðvík-ÍBV (Nettóhöllin)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 5 | 4 | 1 | 0 | 16 - 3 | +13 | 13 |
2. ÍA | 5 | 3 | 2 | 0 | 14 - 9 | +5 | 11 |
3. Þróttur R. | 4 | 2 | 0 | 2 | 10 - 10 | 0 | 6 |
4. Vestri | 4 | 1 | 1 | 2 | 9 - 9 | 0 | 4 |
5. Grindavík | 4 | 1 | 0 | 3 | 6 - 15 | -9 | 3 |
6. Fjölnir | 4 | 0 | 0 | 4 | 5 - 14 | -9 | 0 |
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þróttur R. | 3 | 2 | 1 | 0 | 10 - 3 | +7 | 7 |
2. Þór/KA | 3 | 2 | 0 | 1 | 15 - 3 | +12 | 6 |
3. Valur | 2 | 2 | 0 | 0 | 10 - 1 | +9 | 6 |
4. Fram | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 - 13 | -9 | 4 |
5. Fylkir | 2 | 0 | 0 | 2 | 2 - 11 | -9 | 0 |
6. Tindastóll | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 11 | -10 | 0 |
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 5 | 5 | 0 | 0 | 20 - 3 | +17 | 15 |
2. FH | 5 | 2 | 2 | 1 | 8 - 6 | +2 | 8 |
3. Víkingur R. | 4 | 1 | 2 | 1 | 4 - 5 | -1 | 5 |
4. Keflavík | 3 | 1 | 1 | 1 | 4 - 3 | +1 | 4 |
5. Stjarnan | 3 | 0 | 1 | 2 | 2 - 7 | -5 | 1 |
6. FHL | 4 | 0 | 0 | 4 | 1 - 15 | -14 | 0 |
Athugasemdir