Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   sun 02. mars 2025 22:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ásdís Karen spilaði í tapi gegn Atletico
Mynd: Madrid CFF
Ásdís Karen Halldórsdóttir var í byrjunarliði Madrid CFF þegar liðið tók á móti Atletico Madrid í spænsku deildinni í kvöld.

Madrid tapaði leiknum 3-0 gegn grönnum sínum en Atletico er í 3. sæti, tuttugu stigum á eftir toppliði Barcelona sem lagði Madrid CFF 5-1 í síðustu umferð. Madrid CFF er í 12. sæti með 21 stig eftir 20 umferðir. Hildur Antonsdóttir er fjarverandi vegna meiðsla.

Amanda Andradóttir er enn fjarverandi vegna meiðsla en hún hefur ekkert spilað með Twente síðan í byrjun desember. Liðsfélagar hennar rúlluðu yfir Den Haag í dag 7-0. Twente er í 3. sæti hollensku deildarinnar með 39 stig eftir 16 umferðir, liðið er stigi á eftir toppliði Ajax sem á leik til góða.

Telma Ívarsdóttir var ekki í leikmannahópi Rangers sem gerði 2-2 jafntefli gegn Hearts í skosku deildinni. Rangers er í 3. sæti með 52 stig eftir 22 umferðir, tveimur stigum á eftir Glasgow City og Hibernian.

Þetta var síðasti leikurinn fyrir tvískiptingu deildarinnar en keppni í efri hlutanum hefst 16. mars.
Athugasemdir
banner
banner