Spænski miðjumaðurinn Nico Hidalgo er látinn, aðeins 32 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein.
Hidalgo ólst upp hjá Motril og Granada áður en hann var keyptur til ítalska stórveldisins Juventus árið 2014.
Hann var lánaður strax aftur til Granada og síðar til Cadiz, en tókst aldrei að spila leik með Juventus.
Spánverjinn gekk alfarið í raðir Cadiz árið 2017 og gerði þá tveggja ára samning.
Leikmaðurinn lék síðar með Racing Santander og Extramadura áður en hann greindist með krabbamein, en hann varð undir í þeirri baráttu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Granada.
Alls spilaði hann 234 leiki, skoraði 15 mörk og gaf 12 stoðsendingar á ferlinum
Nico Hidalgo, por siempre en la memoria del granadinismo.
— Granada CF ???? (@GranadaCF) March 1, 2025
???? https://t.co/Pyb3iHolui https://t.co/byoypc6dQz pic.twitter.com/1wbVMPuilc
Athugasemdir