Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum leikmaður Juventus látinn eftir baráttu við krabbamein
Mynd: Granada
Spænski miðjumaðurinn Nico Hidalgo er látinn, aðeins 32 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein.

Hidalgo ólst upp hjá Motril og Granada áður en hann var keyptur til ítalska stórveldisins Juventus árið 2014.

Hann var lánaður strax aftur til Granada og síðar til Cadiz, en tókst aldrei að spila leik með Juventus.

Spánverjinn gekk alfarið í raðir Cadiz árið 2017 og gerði þá tveggja ára samning.

Leikmaðurinn lék síðar með Racing Santander og Extramadura áður en hann greindist með krabbamein, en hann varð undir í þeirri baráttu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Granada.

Alls spilaði hann 234 leiki, skoraði 15 mörk og gaf 12 stoðsendingar á ferlinum


Athugasemdir
banner