Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   lau 01. mars 2025 21:08
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola hrósar Plymouth - „Ótrúlega vel skipulagðir“
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gat ekki annað en hrósað leikmönnum Plymouth fyrir frammistöðuna í 3-1 sigri City í enska bikarnum í dag.

Spænski stjórinn sagðist einstaklega hrifinn af skipulagi Plymouth sem hafði þegar hent Brentford og LIverpool úr keppninni.

„Stórt hrós á Plymouth fyrir að gera okkur erfitt fyrir. Þeir voru svo ótrúlega vel skipulagðir, en við spiluðum mjög góðan leik. Við fengum á okkur mark en vorum áfram áreiðanlegir.“

„Ekkert lið hefur komist í undanúrslit bikarsins fimm eða sex sinnum í röð. Núna munum við berjast, sjá dráttinn og hvað gerist,“
sagði Guardiola.

Hinn 19 ára gamli Nico O'Reilly skoraði tvö skallamörk fyrir Man City.

„Það er útlit fyrir að vinstri bakverðirnir okkar skori mörkin fyrir okkur. Hann er öðruvísi týpa af akademíu leikmanni. Hann er með svakalega nærveru og getur hjálpað okkur í þremur eða fjórum stöðum. Ég er ótrúlega ánægður fyrir hans hönd.“

Kevin De Bruyne lagði þá upp eitt og skoraði síðasta markið, en hann er að renna út á samningi. Guardiola mátti til með að hrósa honum líka, en sagðist ekki vita stöðuna á samningamálunum.

„Hann er líklega einn af þremur eða fimm bestu leikmönnum í sögu félagsins. Ég er ánægðasti maður heims þegar hann stendur sig. Hann hefur gefið liðinu og mér svo margt og spilaði ótrúlega vel í dag. Enginn veit hins vegar hvar hann verður á næsta tímabili,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner