Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Dagur Dan skoraði mínútu eftir að hafa komið inn á
Dagur Dan fer vel af stað á tímabilinu
Dagur Dan fer vel af stað á tímabilinu
Mynd: Orlando City
Dagur Dan Þórhallsson var á skotskónum í 2. umferð MLS-deildarinnar með Orlando City í nótt.

Bakvörðurinn var einn af bestu varnarmönnum deildarinnar á síðustu leiktíð.

Hann var einn af nokkrum leikmönnum sem voru tilnefndir til verðlauna sem besti varnarmaður ársins.

Orlando komst alla leið í úrslitaleik Austur-deildarinnar en tapaði þar fyrir New York Red Bulls.

Dagur byrjaði inn á í fyrstu umferðinni í 2-4 tapi gegn Philadelphia Union en þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum í nótt. Hann nýtti mínúturnar vel því hann kom inná á 80. mínútu og skoraði mínútu síðar.

Hann skoraði fjórða og síðasta mark liðsins í 4-2 sigri á Toronto eftir frábært hlaup inn í teiginn og var afgreiðslan síðan í hæsta klassa með innanfótarskoti í vinstra hornið.

Til gamans má geta að Alex Freeman, sem gerði annað mark Orlando í leiknum, er sonur fyrrum NFL-stjörnunnar Antonio Freeman sem vann Ofurskálina með Green Bay Packers árið 1997.

Orlando er komið með þrjú stig úr fyrstu tveimur leikjunum á tímabilinu en liðið mætir næst New York City FC. Sá leikur er spilaður 9. mars.


Athugasemdir
banner
banner