Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 14:41
Elvar Geir Magnússon
Newcastle skoðar að áfrýja rauða spjaldinu
Anthony Gordon.
Anthony Gordon.
Mynd: EPA
Newcastle íhugar að áfrýja rauða spjaldinu sem Anthony Gordon fékk um helgina. Gordon verður í banni í úrslitaleik deildabikarsins gegn Liverpool sem fram fer þann 16. mars.

Gordon fékk rautt spjald fyrir að slá til Jan Paul van Hecke, varnarmanns Brighton í 2-1 tapi í FA-bikarnum.

Gordon er á leið í þriggja leikja bann.

Eddie Howe hefur sagt að málið sé í skoðun og ef það sé grundvöllur fyrir áfrýjun muni félagið ekki hika við að nýta sér það.

„Þetta virtist strangur dómur en við munum þurfa að fara betur yfir þetta, við höfum ekki séð endursýninguna. Miðað við fyrstu viðbrögð virtist þetta strangur dómur," sagði Howe eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner