Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 17:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bassey náði forystunni fyrir Fulham á Old Trafford - „Súmmerar upp Man Utd"
Mynd: EPA
Fulham er með forystuna gegn Man Utd á Old Trafford í 16-liða úrslitum enska bikarsins þegar búið er að flauta til hálfleiks.

Leikurinn var mjög rólegur í fyrri hálfleik en Calvin Bassey varnarmaður Fulham opnaði hann upp á gátt á lokasekúndu fyrri hálfleiksins.

Fulham fékk hornspyrnu, Rodrigo Muniz skallaði boltann í átt að marki og boltinn barst til Bassey sem skallaði hann í nærhornið og kom Fulham yfir.

Joshua Zirkzee og Rasmus Höjlund hafa fengið gagnrýni þar sem þeir fengu báðir tækifæri á því að skalla boltann frá.

„Þetta súmmerar Man Ut upp. Þeir tapa tveimur skallaboltum með því sem ég myndi seegja að væri frekar einfaldur bolti að takast á við. Að því sögðu var hreyfing leikmanna Fulham frábær. Man Utd var lengi að breðgast við, þeir verða að vera fljótari," sagði Alan Shearer sérfræðingur á BBC.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner