
Freysteinn Ingi Guðnason hefur framlengt samning sinn við Njarðvík út árið 2027.
Hann er fæddur árið 2007 og er bæði yngsti leikmaður félagsins frá upphafi til að spila í Íslandsmóti og sá yngsti til þess að skora. Hann hefur nú þegar spilað 44 leiki og skorað fjögur mörk á mótum á vegum KSÍ.
Freysteinn er unglingalandsliðsmaður sem á leiki að baki með U16 og U17 og hefur í vetur verið í æfingahópum U19 landsliðsins.
Hann er fæddur árið 2007 og er bæði yngsti leikmaður félagsins frá upphafi til að spila í Íslandsmóti og sá yngsti til þess að skora. Hann hefur nú þegar spilað 44 leiki og skorað fjögur mörk á mótum á vegum KSÍ.
Freysteinn er unglingalandsliðsmaður sem á leiki að baki með U16 og U17 og hefur í vetur verið í æfingahópum U19 landsliðsins.
Freysteinn hefur vakið athygli erlendis frá og farið á reynslu til liða í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi.
„Á síðasta tímabili var hann valinn efnilegasti leikmaður Njarðvíkur og hlaut Mile bikarinn.
Það er því mikið gleðiefni að Freysteinn Ingi hafi framlengt samningum við Njarðvík og óskar Knattspyrnudeildin Freysteini innilega til hamingju með nýja samninginn!" segir í tilkynningu Njarðvíkur.
Athugasemdir