Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 09:15
Elvar Geir Magnússon
Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga
Powerade
Francisco Trincao er orðaður við Manchester.
Francisco Trincao er orðaður við Manchester.
Mynd: EPA
Jorrel Hato.
Jorrel Hato.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan mánudag. Slúðrið tekur okkur opnum ormum á sjálfum bolludeginum. Manchester félögin hafa áhuga á leikmanni Sporting, Liverpool skoðar leikmenn hjá Ajax og Everton vill Henrique.

Manchester City og Manchester United fylgjast vel með portúgalska kantmanninum Francisco Trincao (25) en Sporting vonist til að ná nýjum samningi við hann. (A Bola)

Manchester United hefur áhuga á að fá Martin Zubimendi (26), miðjumann Real Sociedad, í sumar. (GiveMeSport)

Liverpool fylgist með þremur leikmönnum Ajax; danska hægri bakverðinum Anton Gaaei (22), belgíska framherjanum Mika Godts (19) og hollenska varnarmanninum Jorrel Hato (18). (TBR)

Everton vill fá brasilíska kantmanninn Luis Henrique (23) frá Marseille í sumar en mun mæta samkeppni frá Newcastle og Nottingham Forest. (Football Insider)

Manchester United vill fá Victor Osimhen (26) frá Napoli, ítalska félagið er að meta hvort það eigi að reyna að fá danska framherjann Rasmus Höjlund (22) sem hluta af samningnum. (Calciomercato)

Tottenham og Brighton eru meðal margra félaga sem hafa áhuga á að fá rúmenska hægri bakvörðinn Andrei Ratiu (26) frá Rayo Vallecano. (Mundo Deportivo)

Tottenham ætlar ekki að nýta ákvæði um að kaupa Timo Werner (28) á 8,5 milljónir punda í sumar, eftir að lánsdvöl þýska landsliðsmannsins lýkur. (Mirror)

Newcastle mun samþykkja tilboð upp á 10-15 milljónir punda í enska markvörðinn Nick Pope (32) og hefur áhuga á að skipta honum út fyrir James Trafford (22), enskan markvörð Burnley. (Football Insider)

Chelsea er enn að reyna að við brasilíska miðjumanninn Gabriel Mec (16) hjá Gremio. (TBR)

Barcelona ætlar að framlengja samning við brasilíska kantmanninn Raphinha (28). (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner
banner