Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 16:13
Brynjar Ingi Erluson
Íslendingalið Kristianstad vann AIK í bikarnum
Kristianstad byrjar vel í riðlinum
Kristianstad byrjar vel í riðlinum
Mynd: Kristianstad
Sænska kvennaliðið Kristianstad vann fyrsta leik sinn í riðlakeppni sænska bikarsins í dag en liðið hafði betur gegn AIK, 2-1, á heimavelli sínum.

Alexandra Jóhannsdóttir, Guðný Árnadóttir og Katla Tryggvadóttir voru allir í byrjunarliði Kristianstad í dag.

Remy Siemsen og Alica Nilsson gerðu mörk Kristianstad í leiknum.

Kristianstad er með þrjú stig í riðlinum en liðið á eftir að mæta Örebro og Norrköping.

Alls eru fjórir riðlar spilaðir og fer sigurliðið úr hverjum riðli í undanúrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner