Lionel Messi, leikmaður Inter Miami, var hvíldur í nótt og var því ekki í leikmannahópi liðsins sem heimsótti Houston Dynamo.
Houston sá sér fært um að senda frá sér yfirlýsingu til stuðningsmanna vegna þess.
„Houston Dynamo er spennt að bjóða Inter Miami velkomið á Shell Energy völlinn á sunnudagskvöld. Það hefur verið tilkynnt að Lionel Messi muni ekki koma til Houston. Því miður ráðum við því ekki hver spilar fyrir andstæðingana," segir í yfirlýsingunni.
„Við hlökkum til að fá alla á morgun á viðburð sem verður með magnaða stemningu og fögnuð fyrir fótboltann í borginni. Til að sýna ykkur þakklæti, stuðningsmenn sem mæta á leikinn geta fengið ókeypis miða á annan leik seinna á tímabilinu."
Inter Miami saknaði ekki Messi en liðið vann leikinn 4-1 þar sem Luis Suarez komst á blað.
Athugasemdir