Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 12:00
Elvar Geir Magnússon
Nefna tíu sóknarmenn sem Man Utd gæti horft til
Gyökeres er einn eftirsóttasti sóknarmaður Evrópu.
Gyökeres er einn eftirsóttasti sóknarmaður Evrópu.
Mynd: EPA
Benjamin Sesko.
Benjamin Sesko.
Mynd: EPA
Liam Delap.
Liam Delap.
Mynd: EPA
Rasmus Höjlund og Joshua Zirkzee, sóknarmenn Manchester United, hafa samtals skorað fimm deildarmörk á tímabilinu. Sóknarleikur liðsins er risastórt vandamál.

Mirror skoðar mögulega kosti sem United gæti horft til í sóknina hjá sér, bæði augljósa möguleika og öðruvísi.

Viktor Gyökeres
Maðurinn sem allir voru að tala um þegar Amorim tók við United. Svíinn hjá Sporting Lissabon er einn eftirsóttasti sóknarmaður Evrópu í dag.

Benjamin Sesko
Þróun Slóvenans hefur haldið áfram hjá RB Leipzig í Þýskalandi. Hefur oft verið orðaður við enska boltann og er sagður á óskalista Arsenal.

Danny Welbeck
Leikmaður sem United hefði vel viljað hafa í sínum röðum í dag. Uppalinn hjá United og hefur skorað átta mörk fyrir Brighton á þessu tímabili.

Matheus Cunha
Heldur áfram að leika listir sínar með Úlfunum og skorar gegn öflugum liðum. Er með 62 milljóna punda riftunarákvæði í nýjum samningi sínum.

Jonathan David
Skorað 21 mark fyrir Lille á tímabilinu, þar á meðal gegn Liverpool í Meistaradeildinni. Mjög eftirsóttur og verður samningslaus í sumar.

Victor Osimhen
Nígeríumaðurinn kann svo sannarlega að skora og heldur áfram að raða inn fyrir Galatasaray á lánssamningi. Yrði ekki ódýr en á ekki framtíð hjá Napoli.

Liam Delap
Hefur sýnt það með Ipswich að hann getur staðið sig í ensku úrvalsdeildinni. Sterkur, kraftmikill og beinskeyttur.

Alexander Isak
Hefur átt frábært tímabil með Newcastle sem setur risaverðmiða á hann, yfir 100 milljónir punda.

Bryan Mbeumo
Hefur verið orðaður við Manchester United. Orðinn aðalmaðurinn hjá Brentford og skorað fimmtán deildarmörk á þessu tímabili.

Harry Kane
Er á öðru tímabili hjá Bayern München og er nálægt því að ná í titilinn sem hann þráir. Gæti hann haldið aftur til Englands og elt metin sem hann er nálægt.
Athugasemdir
banner
banner
banner