Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 14:47
Brynjar Ingi Erluson
Orri Steinn byrjar gegn Barcelona
Mynd: EPA
Landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson er í byrjunarliði Real Sociedad sem heimsækir Barcelona á Ólympíuleikvanginn í Barcelona klukkan 15;15 í dag.

Orri Steinn var á bekknum í stórleiknum gegn Real Madrid í síðustu umferð en fær nú að sýna krafta sína gegn einu allra besta liði deildarinnar.

Framherjinn hefur skorað 7 mörk í öllum keppnum með Sociedad á fyrsta tímabili sínu, þar af þrjú í deildinni.

Börsungar stilla upp sínu sterkasta liði í dag. Robert Lewandowski er fremstur með þá Raphinha og Lamine Yamal á köntunum.

Orri fær þá að glíma við þá Ronald Araujo og Pau Cubarsi í vörninni, en byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

Barcelona: Szczesny; Koundé, Cubarsi, Araujo, Martin; Casadó, Pedri; Lamine Yamal, Dani Olmo, Raphinha; Lewandowski

Sociedad: Remiro, Lopez, Zubeldia, Elustondo, Aramburu, S. Gomez, Olasagasti, Zubimendi, Barrenetxea, Marin, Oskarsson


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 26 18 3 5 71 25 +46 57
2 Atletico Madrid 26 16 8 2 43 16 +27 56
3 Real Madrid 26 16 6 4 55 25 +30 54
4 Athletic 26 13 9 4 44 23 +21 48
5 Villarreal 25 12 8 5 48 35 +13 44
6 Betis 26 10 8 8 34 33 +1 38
7 Vallecano 26 9 9 8 28 27 +1 36
8 Mallorca 26 10 6 10 25 32 -7 36
9 Real Sociedad 26 10 4 12 23 27 -4 34
10 Osasuna 26 7 12 7 32 37 -5 33
11 Sevilla 26 8 9 9 31 36 -5 33
12 Celta 26 9 6 11 38 40 -2 33
13 Girona 26 9 5 12 34 39 -5 32
14 Getafe 26 7 9 10 21 21 0 30
15 Leganes 26 6 9 11 23 38 -15 27
16 Espanyol 25 7 6 12 24 36 -12 27
17 Valencia 26 5 9 12 28 44 -16 24
18 Las Palmas 26 6 6 14 30 44 -14 24
19 Alaves 26 5 8 13 29 40 -11 23
20 Valladolid 26 4 4 18 17 60 -43 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner