Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 19:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Varamennirnir komu Roma til bjargar gegn nýliðunum
Artem Dovbyk
Artem Dovbyk
Mynd: EPA
Roma 2 - 1 Como
0-1 Lucas Da Cunha ('44 )
1-1 Alexis Saelemaekers ('61 )
2-1 Artem Dovbyk ('76 )
Rautt spjald: Marc-Oliver Kempf, Como ('63)

Varamennirnir Alexis Saelemaekers og Artem Dovbyk komu Roma til bjargar þegar liðið vann endurkomusigur gegn Como í ítölsku deildinni í kvöld.

Como komst yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Lucas De Cunha skoraði eftir hraða sókn.

Saelemaekers jafnaði metin fyrir Roma aðeins tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann átti skot sem fór af varnarmanni og sveif yfir Jean Butez í marki Como og í netið.

Stuttu síðar fékk Marc Oliver Kempf sitt annað gula spjald og þar með rautt og Como orðið manni færri.

Roma tókst að nýta sér það því Dovbyk, sem hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik tryggði liðinu sigurinn þegar hann skoraði eftir fyrirgjöf frá Devyne Rensch sem var nýkominn inn á.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 27 17 7 3 60 25 +35 58
2 Napoli 27 17 6 4 43 22 +21 57
3 Atalanta 27 16 7 4 59 26 +33 55
4 Lazio 27 15 5 7 49 35 +14 50
5 Juventus 26 12 13 1 43 21 +22 49
6 Bologna 27 12 11 4 42 33 +9 47
7 Fiorentina 27 13 6 8 42 28 +14 45
8 Roma 27 12 7 8 42 30 +12 43
9 Milan 27 11 8 8 39 30 +9 41
10 Udinese 27 11 6 10 34 37 -3 39
11 Torino 27 8 10 9 31 32 -1 34
12 Genoa 27 7 10 10 25 35 -10 31
13 Como 27 7 7 13 33 43 -10 28
14 Verona 26 8 2 16 27 54 -27 26
15 Cagliari 27 6 7 14 27 42 -15 25
16 Lecce 27 6 7 14 18 43 -25 25
17 Parma 27 5 8 14 32 46 -14 23
18 Empoli 27 4 10 13 23 44 -21 22
19 Venezia 27 3 9 15 22 41 -19 18
20 Monza 27 2 8 17 21 45 -24 14
Athugasemdir
banner
banner
banner