Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   lau 01. mars 2025 23:36
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Atlético á toppinn - Ótrúlegt að Athletic hafi ekki skorað
Mynd: EPA
Atletico Madrid 1 - 0 Athletic
1-0 Julian Alvarez ('66 )

Argentínski framherjinn Julian Alvarez var hetja Atlético Madríd í 1-0 sigrinum á Athletic Bilbao í La Liga á Spáni í kvöld.

Atlético, sem var á heimavelli, var töluvert slakara liðið á vellinum og hreinlega ótrúlegt að það hafi tekist að ná í öll stigin.

Gestirnir í Athletic sköpuðu sér mörg fín færi í fyrri hálfleiknum á meðan hægt var að telja færi Atlético á annarri hendi. Staðan í hálfleik markalaus.

Alvarez skoraði sigurmarkið á 66. mínútu er hann fékk sendingu inn fyrir og lagði hann framhjá Unai Simon í markinu.

Inaki Williams, framherji Athletic, átti tvær skottilraunir í slá í leiknum og þá setti liðið boltann einu sinni í stöng. Heppnin ekki með þeim í kvöld.

Atlético fer á toppinn með sigrinum og er nú með 56 stig en Athletic í 4. sæti með 48 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 26 18 3 5 71 25 +46 57
2 Atletico Madrid 26 16 8 2 43 16 +27 56
3 Real Madrid 26 16 6 4 55 25 +30 54
4 Athletic 26 13 9 4 44 23 +21 48
5 Villarreal 25 12 8 5 48 35 +13 44
6 Betis 26 10 8 8 34 33 +1 38
7 Vallecano 26 9 9 8 28 27 +1 36
8 Mallorca 26 10 6 10 25 32 -7 36
9 Real Sociedad 26 10 4 12 23 27 -4 34
10 Osasuna 26 7 12 7 32 37 -5 33
11 Sevilla 26 8 9 9 31 36 -5 33
12 Celta 26 9 6 11 38 40 -2 33
13 Girona 26 9 5 12 34 39 -5 32
14 Getafe 26 7 9 10 21 21 0 30
15 Leganes 26 6 9 11 23 38 -15 27
16 Espanyol 25 7 6 12 24 36 -12 27
17 Valencia 26 5 9 12 28 44 -16 24
18 Las Palmas 26 6 6 14 30 44 -14 24
19 Alaves 26 5 8 13 29 40 -11 23
20 Valladolid 26 4 4 18 17 60 -43 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner